Hvað gerum við?
Við höfum unnið í sjávarafurðaiðnaðnum við ýmis störf, jafnt við flutning og veiðar til lengri tíma.
Fyrir tilstilli hinnar miklu reynslu sem við höfum aflað okkur gerum við okkur grein fyrir þeim vandamálum sem kunna að koma upp á ófyrirséð, því höfum við lagt áherslu á aðlaganleika og lausnamiðaðan rekstur til að geta tekist á við hvaða vandamál sem er og leyst það sómasamlega eftir þörfum viðskiptavinar.
Viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti hjá okkur, og gildi okkar endurspegla þær miklu kröfur sem við gerum af okkur sjálfum, sérstaklega hvað varðar samskipti, gæði vöru og þjónustu við viðskiptavin.
Markmið okkar er ekki einungis að bjóða upp á holla vöru, heldur að skapa eitthvað sem stendur fram úr meðal jafningja.
VENÍS – Hugmyndin
Kjarna Venís má finna í hinum öfgafullum andstæðum íslenskrar nátturu í bland við hina austurlensku speki Yin-yang (阴阳) og Wu-xing (五行) kenningarinnar.
VEN + ÍS
Nafnið er skírskotun til annarar plánetu sólkerfisins, Venusar, sem er samkvæmt hinni fornrómversku trú gyðja ástarinnar, fegurðar og farsældar. Einnig í kínverskri tungu merkir nafnið gyllt stjarna.
Ís stendur fyrir Ísland, land íss og elds og hinna miklu öfga. Ísland er heimili okkar og þar rekum við starfsemi okkar.
Í asískri menningu er lögð áhersla hið nátturulega lögmál hinna fimm frumefna sem eru rammi tilveru okkar, varan okkar inniheldur hið farsæla samband (Xiang Sheng 相生) milli frumefnanna gull (金 jīn) og vatns (水 shuǐ).
VENÍS og vörur okkar eru holdgervingur þeirrar kenningar að ekki nóg með að andstæður laðist að hvor annarri, heldur að þær bæti hvor aðra og dragi það besta fram í hvoru öðru
Merkið okkar
Kennimerki okkar er samsuða af Yin-yang merki jafnvægis og hinna fimm frumefna.
Það stendur fyrir heilbrigðan lífstíl og jafnframt hina nátturuna, hreint umhverfi, kraft, hamingju, heilsu og ást.
Með sambandi frumefnanna gull og vatn skapast nátturlega samspil heilsu og friðar, fegurð og lífskrafts. Ísland er þar sem öll þessu fögru og göfugu gildi geta samtvinnast og því erum við heppin að hafa þessa sérstöðu hvað varðar samspil nátturuafla og afkomumikilla auðlinda.